Álfaskeið og Langbrók

Renndum í borgina frá Grindavík, golf með Guðmundi Árna og fórum svo upp að Apavatni og ætluðum að hafa það gott á félagssvæðinu mínu en þá var stæðið fullt (sjálfsagt af rafiðnaðarmönnum). Þá fórum við í Álfaskeið í Hrunamannahreppi, sem er upp á hól eða fjalli, og gistum þar eina nótt. Fórum um morguninn austur í Langbrók, þar sem Eyjafjallajökull er kolsvartur í bakgrunni, þar voru fyrir Jóna Margrét systir mín og hennar kall, Einar. Þau buðu okkur í mjög skemmtilega og fróðlega ferð í Bása í Þórsmörk á jeppanum þeirra, ótrúlegt að sjá þetta. Morrum hérna í blíðunni og nennum ekki að róta okkur, mjög skemmtilegur staður og hér er rólegt og gott að vera.LangbrókJökullinnHjónabandiðKvöldmatur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Passið ykkur að hafa sólarvörnina við hendina og/eða slökkvitækið. Hér er þokkalegt veður á milli rigningaskúra :-)

Kveðja Anna

Anna Guðrún (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband