Færsluflokkur: Tenerife 2009

Heim í hversdagsleikann

Gleðilegt ár og takk fyrir góðar kveðjur.

Við komumst heim kl.10 morguninn 28.des eftir miklar seinkanir á fluginu. Þetta var mjög góð ferð, veðrið frábært (rigndi 3-4 daga sem var fínt) hópurinn frábær og hótelið glæsilegt með mjög góðum mat. Þarna vorum við alveg laus við jólastress, og á aðfangadag og jóladag vorum við bara við laugina með einn kaldan (eða tvo) , svona vil ég hafa jólin. Eina sem ekki var í lagi var ferðaskrifstofan (Sumarferðir (Iceland Express)), það er ólíklegt að við kaupum pakkaferð af þeim aftur. En fararstjórinn hún Svandís stóð sig mjög vel.

Kveðja

Hallur og Hrefna

 


Ur solinni

Her er allt i topp standi, ferdin gekk vel og vid lagum vid laugina i 27-28 stiga hita i gaer, sama vedur i dag. Skrifa meira seinna verd ad drifa mig ut i solina. Kvedjur heim.

PS: sakna ykkar ekki neitt


Tenerife 2009

Nú er allt á fullu við undirbúning fyrir jólaferð okkar til Tenerife sem mun standa frá 9. til 27. des. Hópurinn sem fer eru Óskar og Obba, Hallur og Hrefna, Guðmundur Árni, Anna, Alexander og Guðrún Þorbjörg, Brynjar, Harpa, Óskar Þorri, Elín og Guðmundur Breki og síðast en ekki síst Hinrik. Gist verður á hótel Best Tenerife á Las Americas ströndinni. Ýmsar breytingar hafa orðið á ferðinni hjá ferðaskrifstofunni, Brynjar, Harpa og þeirra grísir ætluðu að fara 16. des en þá var sú ferð lögð af, þannig að þau fara á sama tíma og við, síðan hættu þeir við flugið 9. des vegna fámennis í ferðinni   (við vorum meirihluti hópsins, 14 af 27 og það er ekki uppselt í ferðina eins og stendur á bókunarsíðunni Smile). En við látum ekki bugast og förum samt, ferðaskrifstofan bauð okkur að fljúga með Express til London og þaðan með EasyJet til Tenerife, sem við þáðum. Ég ætla að reyna að setja hér inn fréttir af okkur af og til ef ég kemst í tölvu.

Hallur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband