Færsluflokkur: Evrópa 2006

Noregur

Sæl øll

Forum i gær med hradferju (2 timar) fra Hanstholm til Kristiansand. Erum å leidinni tadan upp til fjalla, å vegi 9 åleidis til Bergen. Sol og blida, tre opg dalir, flott leid. Eg sit i tourist information i Valle og skrifa tetta.

Meira seinna

Kvedja

HH


Danmörk

Danska langborðið

Sæl öll

Hittum konu úr danska húsbílafélaginu DACF á föstudagsmorguninn sem bauð okkur á jónsmessuhúsbílasamkomu í Hesselager á Fjóni, og við skelltum okkur þangað. Þar var borðað við langborð um kvöldið og síðan nornabrenna í tilefni jónsmessu, mjög fín samkoma. Um hádegi á laugardag tvístraðist hópurinn, Valberg og Steinunn fóru yfir á Jótland aftur, til móts við hina ferðafélagana, Óskar og Obba ætluðu að dóla um Fjón og síðan yfir á Sjáland, en við fórum upp til Herning á Jótlandi til að heimsækja Þórdísi og Garðar bróður Hrefnu. Þar hittum við dætur þeirra, tengdasyni og barnabarn, borðuðum fínan mat og spjölluðum fram eftir kvöldi og sváfum svo á stæðinu hjá þeim (í bílnum) um nóttina. Á sunnudeginum fórum við svo til Bjarna og Bryndísar í Vandel, ég gat loksins þvegið bílinn og svo var slegið upp glæsilegri garðveislu þar sem voru þeirra börn og allt sem þeim fylgir, síðan var þarna frænka Bjarna frá Noregi og hennar maður og börn. Svo vaknaði ég í morgun við að rigningin lamdist í þakið á bílnum. Við förum áfram uppúr í dag í rólegheitum, og yfir til Noregs í lok vikunnar.

Kveðja

HH


Fleiri myndir

Þýskaland - Danmörk

Björninn rumskar
Sæl öll Nú erum við komin til Danmerkur aftur og duttum í þráðlaust netsamband á fyrsta stæðinu.  Fórum frá Rothemburg á mánudag, keyrðum grænar leiðir milli þess að skreppa á A7 hraðbrautina og enduðum í Wehrda nálægt Bad Hersfeld, þar var bóndinn á bænum við hliðina á stæðinu að moka skít úr svínastíunum og keyrði með það á kerrunni rétt við stæðið, annars fínt. Fórum þaðan á þriðjudag rétt upp fyrir Hannover, til Winsen við Aller ána, mjög gott og ódýrt stæði við ána (vantaði bara flugustöngina). Síðan fórum við upp fyrir Hamborg og sveigðum austur að Eystrasalti og keyrðum með ströndinni upp til Weckerballig þar sem við vorum á stellplatz, sem er bara bílastæði með losunaraðstöðu fyrir bílinn og sturtur og WC sameiginlegt með skútukörlunum í siglingaklúbbnum sem þarna er, þarna voru ca 10 bílar. Þaðan fórum við á fimmtudagsmorgun til Flensborgar og fórum í enn eina húsbílabúðina (Immler plane) og þaðan í landamærabúðirnar, ég keypti tvo bjóra til að drekka um helgina (ef ég verð í stuði). Þar hittum við Valberg og Steinunni sem voru að leita að meira dóti í bílinn. Vorum síðan í nótt með þeim á stæði við ströndina í Kollund. Framhaldið er ekkert planað, en eitthvað uppávið verður það. Veðrið hefur ekki verið eins gott síðustu tvo daga, suðvestanátt og rigning annað slagið. En það skín sól í heiði??? þegar ég skrifa þetta kl. 07.30 (05.30 heima). KveðjaHHOÓ

Fleiri myndir

Þýskaland

Bodensee
Sæl öll Allt gengur vel, sama blíðan nema það gengur á með þrumum og hellidembum seint á kvöldin og fyrripart nætur, en það hreinsar bara loftið. Gistum í þrjár nætur á stæðinu Gitzenweiler ofan við Lindau Bodensee, mjög stórt og gott stæði, borðuðum m.a. þjóðhátíðarkvöldverð á veitingahúsi á staðnum við undirleik jóðl-hljómsveitar (þeir kunnu ekki hæ hó jibbí jæ????). Fórum í tvær ferðir þaðan, aðra til Lindau og hina til Friedrichshafen. Síðan keyrðum við í gærmorgun (sunnudag) af stað í áttina að Danmörku aftur og vorum í nótt á stæði í litlum bæ rétt við Rothemburg neðan við Wurzburg. Förum líklega eitthvað áfram í dag. KveðjaHHOÓ

Fleiri myndir

Tvö lönd í viðbót

Sæl öll Vorum í tvær nætur í Ludwigshafen á fínu stæði, ókum síðan áleiðis kringum Bodensee á miðvikudag og gistum eina nótt  við bæinn Arbon í Sviss, fórum svo gegnum Austurríki með smá viðkomu í Bregenz og síðan aftur til Þýskalands (ca 120 km frá Ludwigshafen til Lindau), ætluðum á tjaldstæði við Lindau, þá var einhver frídagur þannig að allt var fullt, en við fundum stæði rétt ofan við Lindau og vorum þar í nótt. Allir eru við hestaheilsu (nema nokkur flugnabit J), og bílarnir í toppstandi. Hitinn er búinn að vera um 30° og heiðskírt, en í gærkvöld kom þrumuveður og hellidemba sem ég sofnaði við og í morgun var komin sama blíðan, logn og sól. KveðjaHHOÓ

Þrjú lönd

Sæl öll Keyrðum á sunnudag niður til Schengen sem er á mótum landamæra Luxemburgar, Frakklands og Þýskalands, fórum svo smáleið gegnum Frakkland (drukkum sjómannadagsexpressokaffi í Rémeling) og síðan yfir til Þýskalands aftur og til Bad Herrenalb í Svartaskógi, rétt neðan við Karlsruhe, og gistum þar.Í gær (mánudag) fórum við svo til Ettenheim í stóra og mikla húsbílabúð, og þaðan ókum við síðan  niður að Bodensee, sem er stórt vatn við landamæri Sviss og Austurríkis. Hér ætlum við að slaka á í nokkra daga, vorum í nótt á stæði við Ludwigshafen. Sama blíðan, tæpar 30° . Allir heilir og biðja að heilsa. Kv.HHOÓ    

Lux

Lux
Sæl öll

Allt gengur að óskum, bílarnir heilir og fólkið líka. Vorum í þrjár nætur í Bernkastel í Mosel, fórum svo í gær (laugardag) yfir til Luxemburg og enduðum á fínu tjaldstæði í bænum Alzingen rétt neðan við Luxemborg (borgina). Veðrið er búið að vera mjög gott (heldur heitt stundum) uppundir 30°. Næst er förinni heitið til Frakklands og síðan aftur yfir til Þýskalands. KveðjaHHOÓ

Fleiri myndir

Bernkastel

Sæl öll Erum í Bernkastel á mjög góðu tjaldstæði, fórum til Trier í dag á kassabílnum, verðum hér næstu tvær nætur (sirka) förum svo líklega til Luxemburg og Frakklands. 25-30 stiga hiti í dag og gær, og 16 stiga hiti þegar ég skrifa þetta kl. 22.30. Fingurbjargir efstar á listanum í verslunarferðunum Hjördís J Kv. HHOÓ

Enkirch

Enkirch

Sæl öll

Erum í Enkirch í Mosel, 25 gráður og sól. Komumst loks í kjörbúð, allt búið að vera lokað v/ hvítasunnu, þeir loka öllu á 2. í hvítasunnu líka, loksins eitthvað annað en bjór í ísskápnum. Skila til Lárusar að þetta sé stærsti og flottasti bíllin í Evrópu, og þótt víðar væri leitað.Kveðja HHOÓ

Mosel

Sæl öllErum lent í Mosel-dalnum (Winningen). Vorum síðustu nótt rétt sunnan við Hannover (Holle). Allt gengur að óskum, veður gott og allir heilir. Skrifa meira þegar ég kemst í gott netsamband (ég sendi þetta með GSM)KveðjaHHOÓ

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband